Færslur: 2008 Janúar

23.01.2008 10:25

Fréttir

Halló allir

Jæja ég held að það sé sko kominn tími á fréttir frá okkur. Lífið gengur bara rosa vel þessa dagana, ég er farin að vinna og er komin aftur til Eddu útgáfu. Er þjónustufulltrúi í bókaklúbbunum og ég verð að segja að það er alveg frábært að vera komin aftur. Kári hefur nóg að gera í sinni vinnu. Núna er hann staddur á Höfn að vinna með bróðir sínum, í næstu viku eru þeir svo á leiðinni til London og þá rætist sko draumurinn hans Kára um að fara á Liverpool leik,þeir ætla að fara að sjá Westham-Liverpool
Alexander Óli er alvegæðislegur, hann vex og dafnar þessi elska með hverjum deginum. Við erum búin að vera heima í gær og í dag af því að litli guttinn nældi sér í einhverja hitapest. Hann er samt alltaf svo hress og kátur að það er varla að sjá að hann sér lasinn. Dagmamman er alltaf að tala um hvað hann sé lífsglaður og ég held að það séu sko allir sammála henni, hann er alltaf brosandi og er rosalega geðgóður. Við foreldrarnir erum sko ekkert smá ánægð með hann. Í næsta mánuði verður hann svo eins árs!!!! Já það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Það er rosalegur kraftur í honum, hann labbar meðfram öllu (meira segja veggjunum) og ég held að það sé nú ekki langt í að hann fari að sleppa og labba sjálfur. Stundum sleppir hann og stendur alveg ein en það er eins og að um leið og hann fattar að hann heldur ekki í neitt þá dettur hann, algjör kjáni.

En jæja, ég læt þetta duga í bili, setti inn nokkrar nýjar myndir sem þið verðið að kíkja á


Þessar eru sko í miklu uppáhaldi

10.01.2008 14:07

nýtt ár

 Gleðilegt nýtt árVar að setja inn nýjar myndir, endilega skoðið og verið dugleg að kommenta, það er alltaf svo gaman

  • 1

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

10 ár

5 mánuði

9 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 12
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 92857
Samtals gestir: 36289
Tölur uppfærðar: 25.7.2021 06:04:37